Dalvík/Reynir og ÍR gerðu jafntefli í dramatískum leik
Dalvík/Reynir mætti liði ÍR á Dalvíkurvelli í dag í 15. umferð Íslandsmótsins. Heimamenn byrjuðu leikinn ágætlega og sóttu að marki ÍR fyrstu mínúturnar. En eftir um 9 mínútur missti D/R leikmann af velli þegar beint rautt spjald fór á loftið eftir tæklingu, og þurfti leikmaður að fara af velli meiddur og gerði ÍR því skiptingu snemma leiks.
ÍR sótti meira einum fleiri en D/R varðist vel og áttu nokkrar skyndisóknir. Jafnt var í hálfleik 0-0.Þjálfari ÍR gerði eina skiptingu í hálfleik en óbreytt var hjá heimamönnum.
ÍR gerði aftur tvær skiptingar um miðjan síðari hálfeik og skömmu síðar fékk D/R vítaspyrnu. Áki Sölvason skoraði og D/R voru komnir yfir 1-0 og manni færri.
Þegar um 15 mínútur voru eftir af seinni hálfleik misstu ÍR mann af velli með rautt spjald, sem hafði nýlega komið inná sem varamaður. Aftur var orðið jafnt í liðunum.
Tíu mínútum síðar jafnar ÍR leikinn og er markið skráð á 85. mínútu. ÍR fékk nokkur góð færi í framhaldinu sen náði ekki að nýta og lauk leiknum með 1-1 jafntefli.