dalvíkurbyggð

Dalvík/Reynir og Völsungur mættust á Húsavíkurvelli

Dalvík/Reynir og Völsungur mættust á Húsavíkurvelli í gær í Lengjubikarnum. Viktor Daði kom Dalvík yfir strax á 5. mínútu og leiddi liðið í hálfleik 0-1. Þjálfari Dalvíkur gerðu tvær skiptingar í hálfleik, en Kelvin og Borja Laguna komu út af fyrir Halldór Jóhannesson og Elías Róbertsson. Völsungur jafnaði leikinn strax á 51. mínútu með marki frá Sæþóri Olgeirssyni og tæpum 20 mínútum síðar komst Völsungur í 2-1 með marki frá Freyþór Harðarsyni sem hafði komið inná sem varamaður sex mínútum áður. Dalvík setti ferska menn inn á eftir markið og kom Atli Snær og Gunnar Darri inná fyrir Gunnlaug og Viktor Daða. Það var svo varamaðurinn Elías Róbertsson sem skoraði jöfnunarmark Dalvíkur/Reynis á 79. mínútu og lauk leiknum með 2-2 jafntefli.