dalvíkurbyggð

Dalvík/Reynir ræður nýjan þjálfara meistaraflokks karla

Stjórn Dalvíkur/Reynis í meistaraflokki karla hefur ráðið Hörð Snævar Jónsson sem þjálfara liðsins til næstu tveggja ára. Hörður tekur við liðinu af Dragan Stojanovic sem lét af störfum eftir nýliðið tímabil.
Siguróli Kristjánsson, Moli, verður Herði innan handar en hann mun verða tæknilegur ráðgjafi í þjálfarateyminu og sinna ýmsum verkefnum fyrir félagið.
Moli hefur áður starfað hjá Dalvík/Reyni í svipuðu hlutverki með góðum árangri.
Einnig má búast við að þjálfarateymið verði stækkað enn frekar þegar á líður.
„Á Dalvík hafa ungir og efnilegir þjálfara áður fengið traustið við erum hvergi feimnir við að gefa efnilegum þjálfunum tækifæri. Ráðningin er í anda við þá stefnu sem félagið hefur markað sér undanfarin ár og hlökkum við mikið til baráttunar í 2. deildinni næsta sumar“.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá D/R í dag á samt ljósmynd.