dalvíkurbyggð

Dalvík/Reynir skiptir um þjálfara

Knattspyrnudeild Dalvíkur og Óskar Bragason hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um að Óskar stígi til hliðar sem þjálfari liðsins. Óskar tók við liðinu haustið 2018 og gerði þá tveggja ára samning. Óskar stýrði liðinu í 2. deild í fyrra og endaði liðið þá í 8. sæti Íslandsmótsins. Frá þessu er greint á vefnum dalviksport.is

Í hans stað hefur Þórir Áskelsson verið ráðinn þjálfari liðsins út þetta tímabil eða næstu fimm leiki.
Þóri þarf vart að kynna fyrir stuðningsmönnum liðsins en hann á langan feril að baki sem leikmaður Þórs, Fram, Dalvíkur og Reynis Á.
Einnig þjálfaði Þórir lið Dalvíkur/Reynis sumarið 2012.

Dalvík/Reynir á fimm leiki eftir á Íslandsmótinu í sumar og sitja sem stendur í 11. sæti deildarinnar með 10 stig.
Næsti leikur liðsins er strax á miðvikudaginn þegar Kári frá Akranesi kemur í heimsókn á Dalvíkurvöll.

Næstu leikir liðsins:
Dalvík/Reynir – Kári ( Mið. 23. sept )
Njarðvík – Dalvík/Reynir ( Sun. 27. sept )
Dalvík/Reynir – Haukar ( Lau. 3. okt )
Völsungur – Dalvík/Reynir ( Lau. 10. okt )
Dalvík/Reynir – Selfoss ( Lau. 17. okt )

Heimild: dalviksport.is