dalvíkurbyggð

Dalvík/Reynir vann Víði

Dalvík/Reynir mætti Víði í Garði á Dalvíkurvelli í dag í 1. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu í 3. deild karla.

Víðismenn féllu ásamt Dalvík úr 2. deildinni í fyrra en þeim vantaði aðeins 1 stig til að halda sér uppi.

Heimamenn byrjuðu leikinn betur og skoruðu strax á 12. mínútu með marki frá Jóni Heiðari. Gestirnir skoruðu á 30. mínútu og var staðan því jöfn í hálfleik 1-1.

D/R gerðu svo tvær tvöfaldar skiptingar þegar leið á síðari hálfleik.  Númi Kára og Borja Laguna komu inná á 81. mínútu.  Það stefndi allt í jafntefli þegar Borja Laguna skoraði gott mark úr vítaspyrnu og kom D/R í 2-1 þegar skammt var eftir.

Heimamenn héldu út og unnu góðan sigur í fyrstu umferðinni, 2-1 og þrjú stig komin í hús.