Dalvík selur Svein Margeir til KA
Sveinn Margeir Hauksson hefur skrifað undir samning við KA sem gildir út keppnistímabilið 2022. KA og Dalvík hafa náð saman um félagaskipti leikmannsins. Sveinn Margeir mun þó klára núverandi tímabil með Dalvík/Reyni á láni frá KA.
Sveinn Margeir er fæddur árið 2001 en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann verið lykilmaður í liði Dalvík/Reyni síðustu tvö tímabil og er búinn að spila 30 leiki fyrir félagið. Sveinn var valinn í lið ársins í 3. deildinni sumarið 2018 á vefnum fotbolti.net og voru mörg lið í Pepsi-deildinni á eftir þessum efnilega leikmanni.
Sveinn Margeir hefur lék með yngri flokkum KA og Dalvík, en hann hefur leikið nokkra leiki með meistaraflokki KA á Kjarnafæðismótinu.
Ljósmynd með frétt: Dalviksport.is