dalvíkurbyggð

Dalvík sigraði Ægi og er með 5 stiga forskot

Dalvík/Reynir gerði góða ferð í Þorlákshöfn í gær þegar liðið mætti Ægismönnum í 12. umferð 3. deildar karla í knattspyrnu.  Fyrsta og eina mark leiksins kom strax á 12. mínútu og var það Jóhann Sigurjónsson sem gerði það, hans 5 mark í 12 deildarleikjum í sumar. Staðan var því 0-1 í hálfleik fyrir Dalvík/Reyni, en á 57. mínútu síðari hálfleiks fær varnarmaður Ægis gult spjald, og tveimur mínútum síðar aftur gult og þar með rautt spjald. Ægismenn léku því manni færri síðasta hálftímann. Gunnar Már Magnússon lék síðustu 10 mínúturnar fyrir Dalvík, sem nýtti 4 skiptingar í síðari hálfleik. Lokatölur 0-1 fyrir Dalvík/Reyni, níundi sigur liðsins í deildinni í sumar.

Dalvík/Reynir hefur nú 5 stiga forskot á KH þegar sex leikir eru eftir af Íslandsmótinu. Næsti leikur Dalvíkur/Reynis er gegn KV á Dalvíkurvelli, 9. ágúst kl. 19:00.

Ljósmynd með frétt: Dalvíksport.is