dalvíkurbyggð

Dalvík sigraði Sindra

Dalvík sigraði lið Sindra frá Hornafirði í dag á Dalvíkurvelli. Liðið er efst í 3. deild að loknum 11 umferðum. Það tók tíma að brjóta niður múr Sindramanna, en það tókst á 68. mínútu með marki frá Nökkva Þeyr, hans 10 mark í 9 leikjum í sumar. Aðeins mínútu síðar fékk Garðar Már rautt spjald og var því Dalvík/Reynir einum færri það sem eftir var af leiknum. Þorri Mar skoraði annað mark Dalvíkur á 74. mínútu og tryggði þetta 2-0 sigur á móti botnliði Sindra. Nýi leikmaðurinn Gunnar Már Magnússon kom inn á undir lok leiksins og lék síðustu mínúturnar.

Dalvík er með þriggja stiga forskot á KH þegar 7 leikir eru eftir af mótinu. Næsti leikur liðsins er gegn Ægi á Þorlákshafnarvelli, laugardaginn 28. júlí kl. 16:00.