dalvíkurbyggð

Dalvík tapaði gegn Vængjum Júpiters

Dalvík/Reynir lék í dag fyrsta leik 16. umferðar í 3. deild karla gegn liði Vængja Júpiters. Leiknum hafði verið flýtt fram vegna leik Vængjanna í Evrópumóti félagsliða í innanhússfótbolta eða futsal Dalvík/Reynir vann fyrri leik liðinna 3-1 í sumar á Dalvíkurvelli, en Vængirnir hafa verið á mikilli siglingu síðustu leiki og gerir harða hríð að 2. sæti deildarinnar. Vængirnir unni báða leikina gegn Dalvík á síðustu leiktíð. Dalvíkingar voru með bestan árangur liðanna á útivelli í sumar, eða 4 leiki unna af 7 leikjum, fyrir þennan leik.

Markalaust var í fyrri hálfleik og náði hvorugu liðinu að nýta þau tækifæri sem komu. Aðeins meira fjör var í síðari hálfleik, en dómarinn gaf alls 7 gul spjöld í síðari hálfleik. Dalvík gerði svo þrjár skiptingar með skömmu millibili á 63. mín og 65. mín til að reyna knýja frá sigurmark í leiknum. En inn vildi boltinn ekki hjá Dalvík/Reyni. Eina mark leiksins kom svo á 82. mínútu leiksins, og gerði Daníel Rögnvaldsson það fyrir Vængina, hans 7 mark í 12 deildarleikjum í sumar. Staðan orðin 1-0 og stutt eftir af leiknum. Svo fór að heimamenn unnu 1-0 sigur í þessum leik.

Dalvík/Reynir á núna 2 leiki eftir, en liðin fyrir neðan eiga 3 leiki eftir fyrir utan Vængina. Dalvík er með 5 stiga forskot á KFG og Vængina og 6 stig á KF. Það er því mikil spenna í síðustu umferðum mótsins. Dalvík leikur næst við KH á Dalvíkurvelli, laugardaginn 8. september kl. 14:00.