Dalvík vann stórsigur á Samherjum
Dalvík/Reynir mætti Samherjum í Mjólkurbikarnum á Dalvíkurvelli í dag. Ekki var búist við mikilli mótspyrnu frá Samherjum í þessum leik og sú varð raunin.
Dalvík stillti upp sterku liði og ætluðu sér örugglega áfram í næstu umferð. Staðan var þægileg eftir fyrri hálfleikinn, 4-1 fyrir heimamenn. Gunnar Darri skoraði strax á 2. mínútu fyrir D/R og Ottó Björn á 9. mínútu, og þar með var staðan orðin 2-0. Eysteinn Bessi Sigmarsson kom Samherjum á blað og minnkaði muninn í 2-1 á 19. mínútu. Gunnar Darri skoraði svo tvö til viðbótar og var þar með komin með þrennu í fyrri hálfleik.
Samherjar töldu sig vera með lausnina á bekknum og sendu þrjá leikmenn inná í byrjun seinni hálfleiks, og voru það skýr skilaboð að þeir ætluðu að bæta sinn leik.
Jóhann Örn var hins vegar ekki lengi að finna marknetið en hann kom D/R í 5-1 á 47. mínutu. Aðeins 10 mínútum síðar var Otto Björn búinn að gera sitt annað mark, og staðan orðin 6-1 á 57. mínútu. Dalvík gerði þá tvöfalda skiptingu og fékk Gunnar Darri hvíld ásamt Kristni Þór en inná komu Elvar Freyr og Elías Franklin. Dalvík gerði aðra tvöfalda skiptingu á 74. mínútu en útaf fóru Ottó Björn og Aron Ingi, en inná komu Ísak Olsen og Anton Tryggvason.
Dalvík/Reynir átt svo lokamarkið í leiknum en það kom á 78. mínútu en markið gerði Gunnlaugur Baldursson. Lokatölur 7-1 fyrir heimamenn sem mæta KF í bikarnum um næstu helgi.