Dalvíkurbyggð leitar að stórum grenitrjám fyrir jólatré
Dalvíkurbyggð leitar nú að stórum grenitrjám úr sveitarfélaginu sem gætu nýst vel sem jólatré í bænum.
Eigna- og framkvæmdadeild Dalvíkurbyggðar býðst núna til að losa íbúa við stór grenitré sem gætu orðið að jólatré fyrir Dalvíkurbyggð. Hægt er að hafa samband við Steinþór í síma 853-0220.
Frá þessu var fyrst greint á vef Dalvíkurbyggðar.
