dalvíkurbyggð

Dalvíkurbyggð sækir jólatré íbúa

Dalvíkurbyggð hefur auglýst að Eigna- og framkvæmdadeild sveitarfélagsins ætli að safna saman notuðum jólatrjám í þéttbýlum innan Dalvíkurbyggðar. Íbúar sem vilja losa sig við jólatré geta sett það út að lóðarmörkum og sveitarfélagið safnar þeim svo saman.

Þetta verður gert fimmtudaginn 9. janúar.

Frábær þjónusta í boði í Dalvíkurbyggð.