dalvíkurbyggð

Dalvíkurbyggð selur gamlan slökkvibíl

Dalvíkurbyggð hefur auglýst til sölu gamlan Bedford slökkvibíl sem er skráður á götuna árið 1962. Bíllinn var tekinn úr umferð árið 2004. Bíllinn hefur stýri hægra megin og er um 5 tonn á þyngd.  Óskað er eftir verðtilboðum í bílinn.

Upplýsingar um bílinn:

  • Vél 350 Chevrolet,  annað upphaflegt.
  • Stýri hægra megin.
  • Eigin þyngd 5100 kg
  • Dæla, original Sigmund fire pump FN5 900 gpm
  • Bíllinn hefur staðið inni alla tíð.

Nánari upplýsingar gefur slökkviliðsstjóri, Vilhelm Anton Hallgrímsson, í síma 897-1591.