Dalvíkurbyggð skoðar að byggja nýja slökkvistöð
Vinnuhópur Dalvíkurbyggðar um brunamál skoðar nú kosti þess að byggja nýja slökkvistöð á Dalvík. Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Dalvíkur hefur átt fund með slökkviliðinu og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur skilað niðurstöðum eftir yfirferð á teiknum.
Slökkvilið Dalvíkur er nú til húsa á Gunnarsbraut 6 á Dalvík.
