dalvíkurbyggð

Dalvíkurskóli flaug í úrslit Skólahreysti

Dalvíkurskóli vann sinn riðil í Skólahreysti og verður einn þeirra skóla sem keppa til úrslita. Frábær árangur hjá krökkunum, en skólinn náði 50 stigum í þrautunum og  voru aldrei neðar í 4. sæti í stigasöfnun. Varmahlíðarskóli var á hæla Dalvíkurskóla og munaði aðeins einu stigi í lokin.Glerárskóli var svo með 46 stig í 3. sæti.

Dalvíkurskóla gekk best í Hraðabraut og Hreystigreipi en skólinn náði þar 2. sæti, en voru í 3. sæti í dýfum og upphýfingum. Liðið var svo í 4. sæti í armbeygjum.

Frábær bæting síðan í fyrra þegar Dalvíkurskóli náði 35,5 stig í riðlinum.

Í liði Dalvíkurskóla voru þau Allan Ingi, Ása Eyfjörð, Íris Björk,  Gyða, Markús Máni og Máni Dalstein.

May be an image of Texti þar sem stendur "Praut: Úrslit Skóli Dalvíkurskóli Varmahlíáarskóli Glerárskóli Giljaskóli Brekkuskóli Oddeyrarskóli Lundarskóli Gildi 50 49 45,5 42,5 36,5 31,5 26,5 25 14,5 9 Stig 50,00 49,00 46,00 43,00 37,00 32,00 27,00 25,00 15,00 9,00 Naustaskóli Valsárskóli Pelamerkurskóli"