dalvíkurbyggð

Draumblá ehf vill reka tjaldsvæðið á Dalvík

Fyrirtækið Draumablá ehf. hefur áhuga á að koma að rekstri tjaldsvæðisins á Dalvík. Draumablá ehf. hefur haft umsjón með tjaldsvæðinu á Dalvík fyrir hönd Landamerki ehf. að undanskildu síðasta sumri.

Fyrirtækið hefur óskað eftir upplýsingum frá Dalvíkurbyggð um hvernig rekstri tjaldsvæðisins verði háttað í sumar.