dalvíkurbyggð

Efnilegastur og leikmaður ársins hjá Dalvík/Reyni

Dalvík/Reynir hefur kjörið efnilegasta leikmann ársins og leikmann ársins í kosningu sem fram fór á meðal leikmanna og stjórnarmanna félagsins. Þrátt fyrir erfitt gengi í deildinni ár þá voru allir að leggja sig fram. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu þá er ekki líklegt að hægt verið að halda lokahóf knattspyrnudeildar Dalvíkur, og því var ákveðið að halda í hefðina og vera með kjörið.

Efnilegasti leikmaðurinn var valinn Gunnlaugur Rafn Ingvarsson, fæddur 2003 og er aðeins 17 ára. Gunnlaugur kom sem stormsveipur inn í liðið undir lok tímabilsins og nýtti tækifærin sín vel. Gulli spilaði 7 leiki í deildinni, var grjótharður og stóð sig vel.
Það verður spennandi að fylgjast með þessum unga Dalvíking á næstu árum.

Leikmaður ársins var valinn Borja López Laguna. Borja skoraði 7 mörk í 17 leikjum, þar af þrjú úr vítaspyrnum, hann hefur verið mikilvægur í starfi félagsins undanfarin tvö ár.

Leikmenn sem léku sinn fyrsta leik á árinu fyrir meistaraflokk fengu einnig viðurkenningu, þetta eru:

Halldór Jóhannesson
Gunnlaugur Rafn Ingvarsson
Elías Franklin Robersson
Rúnar Freyr Þórhallsson
Þorvaldur Daði Jónsson

Frá þessu var fyrst greint á vef Dalviksport.is