dalvíkurbyggð

Ekkert barn greindist við sýnatöku í Bergi

Það voru frábærar fréttir sem bárust eftir skipulagða sýnatöku barna á leikskólanum Krílakoti í Dalvíkurbyggð í gær, en ekkert barn greindist með smit.
Starfsmenn leikskólans fóru síðan í seinni sýnatöku í morgun og er þeirra niðurstaða að vænta um helgina.

Leikskólinn Krílakot mun því að öllu óbreyttu opna á ný eftir sóttkví starfsmanna og nemenda, mánudaginn 9. nóvember, kl. 10.00.

Fyrstu tímar dagsins eru nauðsynlegir fyrir starfsfólk til að skipuleggja næstu viku en búið er að skipta leikskólanum upp í sóttvarnarhólf samkvæmt tilmælum og verður stofa útbúin í stóra salnum.

Frá þessu er greint á vef Krílakots.