dalvíkurbyggð

Eyþór Ingi og allir hinir í Bergi

Fimmtudagskvöldið 9. ágúst klukkan 20:30 mætir Eyþór Ingi í Berg Menningarhús á Dalvík, en hann er án efa einn af okkar fremstu söngvurum í dag. Hann hefur einnig getið sér gott orð fyrir að vera mögnuð eftirherma. Hér er á ferðinni alveg hreint mögnuð blanda af þessu tvennu og gott betur. Eyþór hefur farið sigurför um landið, einn síns liðs, með píanóið, gítarinn og röddina að vopni. Forsala miða er á midi.is og í síma 8689393.

“Eitt Skemmtilegasta show sem ég hef farið á”
-Ívar Guðmundsson

“Frábærir tónleikar…svo er líka gott að gráta af hlátri sannur listamaður”
-Siggi Sigurjóns

“Frábær skemmtun , söngur, sögur og eftirhermur á hemsmælikvarða. Mæli með þessu fyrir alla. Eyþór er æðislegur”
-Rúnar Freyr (Gíslason)

“Salurinn bókstaflega veltist um af hlátri.  það er klárt mál að ADHD hefur aldrei verið skemmtilegra.”
-Bleikt & Dv

“Þrátt fyrir allan hláturinn og grínið þá stendur uppúr kvöld með einstökum listamanni. Hann kom td. verulega á óvart sem gítar og píanóleikari, sem söngvari er hann á öðru leveli en flestir og lagavalið var einstaklega gott.”
-Rúnar Eff