dalvíkurbyggð

Færanlegar hraðahindranir í Dalvíkurbyggð

Dalvíkurbyggð hyggst kaupa og koma fyrir færanlegum hraðahindrunum í sveitarfélaginu. Auglýst verður eftir mögulegum staðsetningum frá íbúum.

Þá hefur umhverfisráð Dalvíkurbyggðar samþykkt að hafa samband við lögreglu og óska eftir auknu eftirliti með ökuhraða í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins.