Félagsheimilið Rimar og tjaldsvæðið aftur auglýst til leigu
Dalvíkurbyggð óskaði eftir tilboðum í umsjón og rekstur á félagsheimilinu Rimum ásamt aðliggjandi tjaldsvæði árið 2018. Núverandi leigusamningi við Bakkabjörg ehf. hefur verið slitið að ósk leigutaka. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að leysa Bakkabjörg ehf. undan leigusamningi vegna Rima frá og með mánaðarmótunum apríl/maí.
Samþykkt hefur verið að auglýsa félagsheimilið Rima og tjaldstæðið við Rima aftur til leigu til lengri eða skemmri tíma.