Fiskidagsmessa í Dalvíkurkirkju
Fiskidagsmessa verður í Dalvíkurkirkju kl. 17.00 föstudaginn 10. ágúst. Séra Oddur Bjarni Þorkelsson þjónar fyrir altari. Ræðumaður dagsins er nýr sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð, Katrín Sigurjónsdóttir. Að gleðistundinni lokinni streyma gestir á Vináttukeðjuna og setningu Fiskidagsins mikla.