Fjallabyggð

Fjallabyggð samþykkir nýliðun í slökkviliðinu

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að á árinu 2021 verði nýliðun í slökkviliði Fjallabyggðar um alls sex slökkviliðsmenn, þrjá í hvorum byggðarkjarna.  Áætlaður kostnaður vegna launa, menntunar og búnaðar er 3.128.886 kr.

Nýr slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar hefur skipað í tvær varðstjórastöður, eina á Siglufirði og eina í Ólafsfirði.