Fjarðargöngunni 2025 aflýst vegna snjóleysis í Ólafsfirði
Fjarðargöngunni í Ólafsfirði sem fara átti fyrst fram 28. febrúar síðastliðinn en var síðan frestað til 29. mars næstkomandi hefur verið aflýst í ár. Það er enginn snjór í Ólafsfirði og ekkert í veðurkortunum af snjókomu. Það er því alveg ljóst að ekki næst að halda gönguna í ár.
Upplýsingapóstur hefur verið sendur til þeirra 97 sem skráðir voru í keppnina.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá mótshaldara.