dalvíkurbyggð

Fjölskylduganga fram að Kofa – Dísa í Dalakofanum.

Fiskidagurinn mikli mun líkt og undanfarin ár koma upp sérstakri gestabók í kofanum sem stendur í Böggvisstaðadal. Þeir sem skrifa í gestabókina lenda í potti og á aðalsviði Fiskidagsins mikla verða vinningar dregnir út. Kofinn stendur á tóftarbrotum smalakofa sem þar stóð til skamms tíma. Sagnir herma að þar hafi Davíð Stefánsson frá Fagraskógi ort kvæðið um Dísu í dalakofanum. Lagt verður upp frá Dalvíkurkirkju kl. 16:00 miðvikudaginn 8. ágúst undir leiðsögn. Gangan tekur um þrjár klukkustundir, fram og til baka og er öllum fær.