dalvíkurbyggð

Fréttatilkynning frá Fiskideginum mikla

Samherji kynnir í samstarfi við Rigg viðburði, Fiskidaginn Mikla, Samskip, Exton og Björgunarsveit Dalvíkur:

Fiskidagstónleikarnir 2019 verða haldnir sem fyrr við hafnarsvæðið á Dalvík 10. ágúst nk. Hljómsveit Rigg viðburða leikur undir hjá þjóðþekktum söngvurum sem flytja sín vinsælustu lög í útsetningum Ingvars Alfreðssonar. Gestgjafar eru heimamennirnir Friðrik Ómar, Eyþór Ingi og Matt Matt. Gestasöngvarar Fiskidagstónleikana 2019 eru: Svala, Valdimar, Auður, Páll Óskar, Sigga Beinteins, Grétar Örvarsson, Hr. Hnetusmjör, Þorgeir Ástvaldsson, Eyjólfur Kristjánsson og Bjartmar Guðlaugsson.

Í kjölfar tónleikana verður glæsileg flugeldasýning.

Allir hjartanlega velkomnir.