dalvíkurbyggð

Frítt í badminton á sunnudögum í Dalvíkurbyggð

Íþróttamiðstöðin á Dalvík tekur þátt í heilsueflandi samfélagi og býður íbúum Dalvíkurbyggðar að mæta í badminton á sunnudögum frá 13:00-14:00. Börn undir 14 ára verða að vera í fylgd með fullorðnum. Ekki er um kennslu að ræða heldur möguleika á að nýta aðstöðu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Dalvíkurbyggð. Um er að ræða frían viðburð.