dalvíkurbyggð

Fyrsta helgin í aðventu í Dalvíkurprestakalli

Það er nóg að gera í Dalvíkurprestakalli um helgina, þann fyrsta í aðventu. Í dag verður athöfn í Hríseyjarkirkju, en á morgun 1. desember verður dagskrá í Dalvíkurkirkju,  Möðruvallarkirkju og Stærri-Árskógskirkju

Dalvíkurkirkja 1. desember kl. 20.00.

Kórinn syngur jólalög undir stjórn Þórðar organista. 5. bekkur Dalvíkurskóla sýnir helgileik.
Arnar Símonarson verður ræðumaður. Sr. Erla Björk þjónar.

Hríseyjarkirkja – 30. nóv. kl. 16.00.

Börnin flytja okkur jólaguðspjallið –
Þórður Sigurðarson annast hljóðfæraleik
Lovísa María Sigurgeirsdóttir flytur hugvekju
sr. Oddur Bjarni leiðir stundina.
Að henni lokinni verður haldið í kirkjugarðinn og þar verður samsöngur og ljósin tendruð.
 

Möðruvallakirkja 1. des. kl. 16.00.

Jólaguðspjallið flutt af nokkrum börnum úr 2. – 5. bekk.
Kórinn syngur undir stjórn Sigrúnar Mögnu.
Þórgunnur Oddsdóttir flytur hugvekju.
Sr. Oddur Bjarni leiðir stundina og að henni lokinni verður boðið upp á heitt kakó og hlýtt samfélag í leikhúsinu.
 
Stærri-Árskógskirkja 1. desember kl. 17.00.
Kórinn syngur jólalög undir stjórn Þórðar organista. Börn sýna helgileik og kveikt verður á leiðalýsingum í garði við lok stund. Sr. Erla Björk þjónar.