Gáfu nemendum skólatösku, pennaveski og reiknivél
Sæplast Iceland hefur gefið öllum nemendum 1. bekkjar Dalvíkurskóla og Árskógarskóla skólatösku að gjöf ásamt pennaveski og reiknivél. Afhending fór fram í Sæplasti á Dalvík í dag.
Með þessu framlagi vill Sæplast Iceland leggja sitt af mörkum til samfélagsins og einnig stuðla að því að allir nemendur mæti jafnir til leiks hvað skólabúnað varðar.