dalvíkurbyggð

Glæsileg kynningarmyndbönd um Dalvíkurbyggð

Dalvíkurbyggð hefur gefið út kynningarmyndbönd fyrir sveitarfélagið í samvinnu við Hype auglýsingastofu. Myndböndin eru alls þrjú og er markmið þeirra að kynna Dalvíkurbyggð og hvetja fólk til að skoða sveitarfélagið sem góðan kost til búsetu.
Í myndbandinu segja íbúar frá sinni upplifun á Dalvíkurbyggð og sýnt er frá umhverfinu í kring sem hefur að geyma fjölbreytta náttúru og dýralíf.

Sveitarfélagið er einnig kominn með Youtube-rás þar sem fleiri myndbönd munu birtast, og þar er hægt að gerast áskrifandi af efni sem kemur inn.