dalvíkurbyggð

Hækka leiguverð félagslegra íbúða í Dalvíkurbyggð um 10%

Byggðaráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að hækka leiguverð Félagslegra íbúða í Dalvíkurbyggð um 10% á árinu 2019 í tveimur áföngum eða frá 1. janúar 2019 um 5% og síðan aftur 5% 1. júlí 2019. Miðað við áætlaða hækkun neysluverðsvísitölu á árinu 2019 um 2,9% er áætluð raun hækkun leigu því um 7,10% í lok árs 2019.
Hækkunin er tilkomin vegna samanburðar á leiguverði íbúða í eigu Dalvíkurbyggðar og leiguverði samkvæmt skýrslu KPMG fyrir Varasjóð húsnæðismála og samkvæmt verðsjá leiguverðs í Dalvíkurbyggð af vef Þjóðskrá Íslands.