dalvíkurbyggð

Hætt við snjósleðakeppni á Dalvík vegna snjóleysis

Búið er að ákveða að hætta við að halda keppni í SnoCross snjósleðakeppni á Dalvík 22. mars næstkomandi vegna snjóleysis.  Búið er að halda neyðarfundi síðustu daga vegna málsins.
Staðan er metin þannig að til eru um 200 bílar af snjó á Dalvík en til að gera braut þarf um 300 bíla eða meira og mikil bráðnun er um helgina og síðustu daga.
Snocross keppnisstjórn mun taka ákvörðun varðandi næstu skref föstudaginn 21. mars um hvernig Íslandsmeistarmótinu verður fram haldið.