Fjallabyggð

Hætta við Trilludaga í Fjallabyggð í ár

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar telur að ekki sé raunhæft að halda Trilludaga í ár með því sniði sem þeir hafa verið haldnir undanfarin ár. Nefndin hefur því lagt til að Trilludögum 2021 verði aflýst í ár þar sem mikil óvissa er um gildandi sóttvarnarreglur.

Mikið er um sameiginlega snertifleti og mannþröng í bátum og á hátíðarsvæðinu.

Trilludagar er fjölskylduhátíð sem haldin hefur verið á Siglufirði undanfarin ár og verið vel sótt. Mikil stemning hefur skapast á hafnarbakkanum þegar hátíðin hefur verið í gangi.