Heimila skautasvell og æfingasvæði fyrir vélsleða á Dalvík
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt umsókn Latibule ehf um uppsetningu á skautasvelli og æfingasvæðis á Stórhólstjörn til eins árs með fyrirvara um samráð við skíðafélagið varðandi vatnsöflun. Hugmyndin er að þegar Stórhólstjörnina leggur, þá verði ísnum haldið við, sléttaður, ruddur af snjó og bleyttur til að fá nýtt lag ofaná. Ekki er fyrirhugað neitt rask á svæðinu og allt sem þurfi til aðstöðunnar geti verið fjarlægt í lok dags.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar hefur einnig samþykkt að gefa leyfi til að útbúa og halda úti æfingasvæði fyrir vélsleða á túnum sunnan við sundlaug og knattspyrnuvöll. Nákvæm afmörkun og útfærsla verði unnin í samráði við Dalvíkurbyggð. Ekki er fyrirhugað neitt rask á svæðinu og allt sem þurfi til geti verið fjarlægt í lok dags. Svæðið verður eingöngu starfrækt þegar nægur snjór er til staðar. Vélsleðasvæðið er hugsað fyrir 6 ára og eldri.
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar tekur endarlega ákvörðun í málinu.