Hreinsun hafin á skíðasvæðinu á Siglufirði
Umsjónarmenn Skíðasvæðisins í Skarðsdal á Siglufirði hafa fengið heimild til að hefja hreinsunarstarf á svæðinu og hófst sú vinna í morgun. Reynt verður að bjarga því sem hægt er úr Skíðaskálanum sem er mjög illa farinn. Þar inni var t.d. tölvubúnaður og fleira. Skíðalyftur sluppu frá flóðinu en það hefði verið mikið áfall ef þær hefðu skemmst. Stefnt er að því að opna svæðið aftur um miðjan febrúar og komið verður fyrir gámahúsum tímabundið í stað skíðaskálans.