Hver dagur í snjóframleiðslu kostar 200 þúsund
Umsjónarmenn Skíðasvæðis Dalvíkur hafa beðið með að byrja framleiða snjó í Böggvisstaðafjall, en hver dagur í framleiðslu kostar 200.000 kr fyrir félagið. Hver dagur í framleiðslu skiptir því miklu máli fyrir fjárhag félagsins.
Miklar framkvæmdir hafa verið á svæðinu í vetur og eru því ekki digrir sjóðir í augnablikinu hjá félaginu.
Von er á nýjum troðara á svæðið á allra næstu dögum sem leysir af eldri troðara, en sá verður þó til vara.
Iðnaðarmenn hafa síðustu vikur verið í uppslætti og steypuvinnu í aðstöðuhúsinu og gengur vel þótt veður hæg stundum á þeirri vinnu.