dalvíkurbyggð

Íbúafundur í Dalvíkurbyggð um laxeldi

Haldinn verður íbúafundur í Árskógi, mánudagskvöldið 22.október næstkomandi kl. 20:00.  Til umræðu verða umsóknir og hugmyndir sem fyrir liggja um eldi og vinnslu á laxi í landi Dalvíkurbyggðar.

Kynnt verða áform fyrirtækja um uppbyggingu og starfsemi í Dalvíkurbyggð á sviði laxeldis. Þá verður leitað eftir huga íbúanna til laxeldis í sjókvíum í Eyjafirði.

Á fundinn mæta sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og kjörnir fulltrúar ásamt þeim sviðsstjórum sveitarfélagsins.

Íbúar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn.