dalvíkurbyggð

Íbúar Dalvíkurbyggðar eru alls 1.857

Þjóðskrá Íslands hefur birt nýjar íbúartölur á landinu sem miða við 1. janúar 2021. Íbúar í Dalvíkurbyggð eru núna alls alls 1857 en voru 1902 árið 2019 og hefur fækkað um 2,4% frá þeim tíma.

Í Fjallabyggð búa núna 1969 manns en voru alls 2007 árið 2019, og hefur fækkað um 38 manns eða 1,9%.

Íbúar Akureyrarbæjar eru núna 19.224 og hefur fjöldað um 200 frá árinu 2019 eða um 1,1%.

Íbúar Norðurþings eru núna 3033 en voru 3111 árið 2019 og hefur fækkað um 2,5%.

Þá hefur íbúum í Hörgársveit fjölgað um 5,2% frá árinu 2019, en þar búa núna 653 og fjölgaði um 32.