Annað

Íþrótta- og æskulýðsstarf í forgangi við næstu afléttingar

Fram kemur í pistli mennta- og menningarmálaráðherra á Facebook að það sé forgangsmál hjá stjórnvöldum að koma íþrótta- og æskulýðsstarfinu af stað sem allra fyrst!

Forysta ÍSÍ og forystufólk sérsambanda hefur unnið ötullega að því undanfarnar vikur að koma sjónarmiðum íþróttahreyfingarinnar á framfæri við stjórnvöld og skilað til þeirra tillögum þar að lútandi.

Vonast er til að talsverðar afléttingar á takmörkunum verði gerðar 15. apríl þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra verður gefin út, að því gefnu að fjöldi smita kórónuveirunnar aukist ekki í millitíðinni.

Facebook-síða ráðherra