dalvíkurbyggð

Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar auglýstir tvær stöður

Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar auglýsir eftir kvenmanni í 100% starf og karlmanni í 100% starf við laugarvörslu, afgreiðslu, þrif og baðvörslu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 17. febrúar 2019.  Nánari upplýsingar veitir Gísli Rúnar Gylfason (gislirunar@dalvikurbyggd.is) íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar.

Helstu störf eru baðvarsla, samskipti við viðskiptavini, sundlaugagæsla, þrif og afgreiðsla.
Gildi fræðslu- og menningarsvið eru virðing, metnaður og jákvæðni.

Nánari upplýsingar um starfið er á vef Dalvíkurbyggðar.