Íþróttaskóli barnanna á Dalvík 25 ára
Íþróttaskóli barnanna í Dalvíkurbyggð hófst í dag, en skólinn er 25 ára á þessu ári. Um er að ræða 10 tíma námskeið á haustönn ætlað börnum 2-5 ára (fædd 2013-2016) . Námskeiðið verður á laugardögum í íþróttamiðstöðinni frá kl. 10:00-11:00. Kennarar eru Harpa Rut Heimisdóttir, íþróttafræðingur, M.S. og Valdís Guðbrandsdóttir iðjuþjálfi. Enn er tekið er við skráningum gegnum skilaboð á facebook eða í smáskilaboðum í síma 866-3464 (Harpa) eða 861-3977 (Valdís).
Markmið íþróttaskólans er:
- að efla hreyfiþroska og hreyfigetu barnanna
- að auka úthald, sjálfstraust og vellíðan barnanna
- að losa um streitu og umfram orku
- að börnin læri á líkama sinn
- að efla samhæfingu
- að vernda heilsu barnanna
- að börnin læri ýmis stöðuhugtök, átti sig á rými, fjarlægðum og áttum
- að börnin læri að fara eftir reglum
- að hvetja börnin til áframhaldandi íþróttaiðkunar