Jafntefli í Fiskidagsleiknum
Dalvík/Reynir tóku á móti Knattspyrnufélagi Vesturbæjar(KV) í Fiskidagsleiknum á Dalvíkurvelli, sem fram fór fimmtudaginn 9. ágúst. Fyrri leik liðana lauk með 3-2 sigri KV og var því búist við hörku leik. Hvorugu liðinu tókst að skora í þessum leik og var niðurstaðan 0-0 jafntefli. Dalvík/Reynir eru því með 5 stiga forskot á KH sem eru í öðru sæti. Fimm umferðir eru nú eftir og 15 stig í pottinum.
Dalvík leikur næst við KFG á Samsungvellinum, laugardaginn 18. ágúst kl. 14:00. KFG er í þriðja sæti deildarinnar með 22. stig og á einnig góða möguleika að komast upp um deild. Þetta verður því mikill baráttuleikur þar sem mikið er undir fyrir bæði lið.