dalvíkurbyggð

Jarðskjálfti upp á 4,7 stig í nótt

Stór jarðskjálfti var í nótt kl. 03:07 sem fannst víða á Tröllaskaga sem mældist 4,7 stig og átti upptök sín 10,4 km norð-norðvestan af Gjögurtá og var á 10 km dýpi. Er þetta stærsti skjálftinn á þessu svæði í nokkrar vikur. Fjölmargir eftirskjálftar komu í nótt og sá stærsti hingað til var 3,3 stig á stærð kl. 7:05 í morgun.