dalvíkurbyggð

Jólabókunum skutlað til íbúa Dalvíkurbyggðar frá Bókasafninu

Þrátt fyrir að bókasafnið á Dalvík verði lokað áfram til 2. desember, eða lengur, þá er hægt að panta nýjustu jólabækurnar hjá safninu með ýmsum leiðum. Meðal annars er hægt að panta bók heim, en sú þjónusta er tvo daga vikunnar. Frá þessu er greint á vef Bókasafns Dalvíkurbyggðar.

Hægt verður að panta bækur (með símtali, facebook skilaboðum eða í gegnum tölvupóst – utlan@dalvikurbyggd.is) og sækja eða skila í Menningarhúsið Berg milli 14.00-16.00 alla virka daga. Það verður móttöku/skilastöð í andyrinu en það verður ekki hægt að koma inn á safnið sjálft. Ef fólk vill skila á öðrum tíma verður áfram skilarekki í kjallara Ráðhússins þar sem fólk getur skilað bókum.

Bókasafn Dalvíkurbyggðar verður áfram með bókaskutlið en það verður aðeins keyrt út tvo daga í viku – þriðjudag og fimmtudag eftir kl. 14.00.

Heimild: https://www.dalvikurbyggd.is/bokasafn