Fjallabyggð

Jón Gnarr á Dalvík í dag

Forsetaframbjóðandinn Jón Gnarr mætir til Fjallabyggðar í dag og fer þaðan til Dalvíkur og að lokum til Akureyrar.

Jón verður á Segli 67 á Siglufirði í dag,  11.maí kl. 10:30 og spjallar við Siglfirðinga og nærsveitunga um sína sýn og tekur lagið með Ástarpungunum.

Jón verður svo á Hornbrekku á Ólafsfirði 11.maí kl. 11:45 og fer með Völuspá.

Jón Gnarr hittir svo Dalvíkinga og nærsveitunga í fiskisúpu á Gísla, Eiriki og Helga 11.maí kl 12:30.

Jón verður svo á Akureyri síðdegis í dag, 11.maí og heldur kosningafund á Kaffi Ilmi kl 15.00.