Jónsmót haldið á Dalvík
Um 230 keppendur eru skráðir til leiks á Jónsmótinu á Dalvík. Keppt var í stórsvigi í gærkvöldi í fjallinu og í dag verður keppt í svigi og sundi. Keppendur mótsins eru á aldrinum 9-13 ára.
Skíðafélag Dalvíkur heldur árlega Jónsmótið, skíðamót með sundívafi sem haldið er til minningar um Jón Bjarnason, sem var einn af stofnendum félagsins.