Jónsmót haldið á Dalvík
Skíðafélag Dalvíkur stendur fyrir árlegu Jónsmóti til minningar um Jón Bjarnason, einn af stofnendum félagsins. Mótið hófst í gær og lýkur keppni í dag. Keppt verður í stórsvigi, svigi, 25 m og 50 m bringusundi.
Í fyrsta sinn er keppt um Jóhannsbikarinn á Jónsmótinu, en það er Jákvæðnisbikarinn. Jóhann var bróðir Jóns og var hann einnig einn af stofnendum Skíðafélags Dalvíkur.
Jákvæðnisbikarinn verður veittur til þess félags sem almennt sýnir mikla jákvæðni og hefur gaman af mótinu, bæði börn og fullorðnir.