dalvíkurbyggð

Karlakór Hreppamanna syngur í Bergi

Karlakór Hreppamanna heldur tónleika í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík, laugardaginn 10. nóvember kl. 17.00. Stjórnandi kórsins er Guðmundur Óli Gunnarsson.

Með í för eru söngkonan Kristjana Stefánsdóttir og þriggja manna hljómsveit sem er skipuð þeim Vigni Þór Stefánssyni píanóleikara, Jóni Rafnssyni bassaleikara og Erik Qvick trommuleikara.
Efnisskrá tónleikanna samanstendur af þekktum lögum sem eiga það sameiginlegt að hafa hljómað í íslenskum bíómyndum. Til að gefa örlitla hugmynd um það sem í vændum er, má nefna lög eins og Sveitina milli sanda, Úfó og Stellu í orlofi og þá er fátt eitt talið.

Hreppamenn hlakka til að gleðja Norðlendinga með söng og gleði og að auki má búast við að Karlakór Dalvíkur standist ekki þá freistingu að taka aðeins lagið með sínum gamla stjórnanda. En Guðmundur Óli stjórnaði Karlakór Dalvíkur í 12 ár.

Frá þessu er greint á vef Dalvíkurbyggðar.