dalvíkurbyggð

Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi heimsækir Dalvíkurbyggð 11. maí

Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi heimsækir Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð, föstudaginn 10. maí og laugardaginn 11. maí.

Katrín verður í hádeginu á Höllinni í Ólafsfirði og þar verður opinn fundur og súpa kl. 12:00, föstudaginn 10. maí. Katrín fer svo yfir á Siglufjörð og  verður á Hótel Siglunesi kl. 17:00, föstudaginn 10. maí. Það verða léttar veitingar að hætti hússins.

Á laugardag verður Katrín í Menningarhúsinu Berg á Dalvík með opinn fund og kaffi kl. 10:00.

Einstakt tækifæri til að hitta og ræða við hana um forsetaembættið og framtíð þjóðarinnar.