dalvíkurbyggð

Kaupa 15 þrekhjól í Íþróttamiðstöðina á Dalvík

Byggðarráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að kaupa 15 þrekhjól í stað 10 sem voru á áætlun þessa árs í Íþróttamiðstöðina í Dalvíkurbyggð. Var það ósk frá íþróttafulltrúa að kaupa fleiri hjól sem nú hefur verið samþykkt. Viðauki að upphæð 700.000 kr. hefur verið samþykktur í þetta verkefni.